fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Grafalvarlegt ástand á Laugardalsvelli og óvíst er hvað hann fær leyfi lengi – Rakavandamál í klefa sem þarf að loka

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 17:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakavandamál eru í einum af búningsklefum Laugardalsvallar og óvíst er hversu lengi verður hægt að leika alþjóðlega keppnisleiki á vellinum.

Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ frá 24 ágúst sem nú hefur verið gerð opinber á vef sambandsins.

Knattspyrnuhreyfingin hefur lengi beðið eftir nýjum keppnisvelli en ríkisstjórn og Reykjavíkurborg hafa ekki viljað fara í verkefnið.

Laugardalsvöllur er á undanþágu og virðist styttast í þann dag að UEFA hreinlega banni keppnisleiki á vellinum í sínum keppnum.

„Rætt um ástand Laugardalsvallar og viðhaldsverkefni, m.a. að loka hefur þurft klefa 6 tímabundið vegna rakavandamála. Ástandið er grafalvarlegt og óvíst er hversu lengi verður hægt að leika á vellinum í opinberum keppnisleikjum,“ segir í fundargerð KSÍ

„Framundan er fundur með UEFA þar sem farið verður yfir stöðuna. Þá er einnig framundan fundur með Reykjavíkurborg um helstu viðhaldsverkefni sem þola ekki bið. Fulltrúar KSÍ á þeim fundi verða Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar og Óskar Örn Guðbrandsson verkefnastjóri KSÍ í landsleikjum á Laugardalsvelli. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar