Demarai Gray virðist loks ætla að fá skipti sín til Sádi-Arabíu í gegn.
Kantmaðurinn hefur reynt að komast til Sádí undanfarnar vikur og meira en eitt félag þar í landi reynt að fá hann. Það hefur þó gengið hægt.
Nú er Gray á leið til Al Ettifaq, þar sem Steven Gerrard er stjóri og Jordan Henderson fyrirliði.
Hinn 27 ára gamli Gray skrifar undir fjögurra ára samning.
Gray fetar þar með í fótspor fjölda stórra nafna sem hefur haldið í sádiarabíska boltann undanfarna mánuði.
Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! 🟢🇸🇦 #AlEttifaq
All done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.
Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023