Casemiro var greinilega sáttur með innkomu Rasmus Hojlund inn af bekknum í leik Manchester United gegn Arsenal á sunnudag.
United tapaði leiknum á dramatískan hátt en Hojlund kom inn af krafti í sínum fyrsta leik eftir að hann var keyptur frá Atalanta í sumar.
Casemiro viritst ánægður með innkomu hans, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi, og tjáði Hojlund sig um hvað fór fram þeirra á milli.
Casemiro 😂❤️ pic.twitter.com/y8zx5UjWma
— Fernansh Era (@BrunoFernanshh) September 3, 2023
„Hann sagði eitthvað á spænsku. „Vamos“ eða eitthvað svoleiðis,“ segir Hojlund við danska miðla.
„Hann var ánægður með að ég gæfi liðinu kannski aðeins öðruvísi dýnamík en var þegar Martial var inn á. Hann er betri tæknilega og leitar í svæðin á meðan ég keyri meira á þetta.“