Nicolas Pepe leikmaður Arsenal þarf að fara frá félaginu ef hann vill spila fótbolta á þessu tímabili. Félagið er byrjað að hóta honum því.
Pepe hefur ekki viljað fara frá Arsenal í sumar og heimtar að félagið greiði sér væna summu. Arsenal hefur hótað því að Pepe spili ekkert í vetur ef hann fer ekki.
Pepe á tíu mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal og þénar 150 þúsund pund á viku.
Hann vill að Arsenal greiði sér stóran hluta af því svo að hann fair. Besiktas í Tyrklandi reynir að fá hann áður en glugginn lokar þar í landi.
Umboðsmaður Pepe reynir einnig að landa samningi í Sádí Arabíu en Arsenal er til í að leyfa honum að fara fyrir mjög litla upphæð.
Arsenal borgaði 75 milljónir punda þegar Pepe kom sumarið 2019 en hann hefur ekki fundið taktinn sinn.