fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Láta af mótmælunum í hvalveiðiskipunum: „Afsakið, við getum ekki meira“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 5. september 2023 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðasinn­arn­ir El­issa Bijou og Ana­hita Babaei hafa ákveðið að láta af mótmælum sínum í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9. Þær Nú fyrir stundu virtust þær gefa merki um að þær væru tilbúnar til að koma niður úr möstrunum. Stuttu síðar kölluðu þær svo til stuðningsmanna sinna. „Afsakið, við getum ekki meira“. Hlutu þær lófaklapp fyrir.

Þær Anahita og Elissa Bijou komu sér fyrir í möstrum skipanna tveggja í fyrrinótt. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafði þá boðað að hvalveiðar hæfust þegar veður leyfði eftir að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, gaf leyfi fyrir hvalveiðum með hertum skilyrðum fyrir helgi.

Alls hafa þær stöllur hafist við í möstrunum í rúmar 33 klukkustundir. Bakpoki Anahitu var tekin af henni fljótlega eftir að mótmælin hófust og því hefur hún verið án vatns og vista í rúmlega sólarhring.

Lögreglan aðstoðaði Anahitu fyrst og var henni afhent vatnsflaska um leið og hún hafði klifrað út úr tunnunni í mastrinu og tók hún góðan sopa áður en að hún klifraði niður. Athygli vekur að vélar skipanna voru ræstar um leið og Anahita hafði yfirgefið mótmælastöðu sína.

Skömmu síðar aðstoðaði lögregla svo Elissu við að klifra niður úr mastrinu. Í kjölfarið fengu mótmælendurnir svo lögreglufylgd í sitthvorn lögreglubílinn. Brutust út fagnaðarlæti meðal áhorfenda þegar keyrt var með þær af vettvangi.

Klifruðu niður
play-sharp-fill

Klifruðu niður

Hvalveiðimótmæli
play-sharp-fill

Hvalveiðimótmæli

 

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona stefnir meintum barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Reykjaness

Ung kona stefnir meintum barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Reykjaness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Hide picture