fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Láta af mótmælunum í hvalveiðiskipunum: „Afsakið, við getum ekki meira“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 5. september 2023 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðasinn­arn­ir El­issa Bijou og Ana­hita Babaei hafa ákveðið að láta af mótmælum sínum í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9. Þær Nú fyrir stundu virtust þær gefa merki um að þær væru tilbúnar til að koma niður úr möstrunum. Stuttu síðar kölluðu þær svo til stuðningsmanna sinna. „Afsakið, við getum ekki meira“. Hlutu þær lófaklapp fyrir.

Þær Anahita og Elissa Bijou komu sér fyrir í möstrum skipanna tveggja í fyrrinótt. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafði þá boðað að hvalveiðar hæfust þegar veður leyfði eftir að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, gaf leyfi fyrir hvalveiðum með hertum skilyrðum fyrir helgi.

Alls hafa þær stöllur hafist við í möstrunum í rúmar 33 klukkustundir. Bakpoki Anahitu var tekin af henni fljótlega eftir að mótmælin hófust og því hefur hún verið án vatns og vista í rúmlega sólarhring.

Lögreglan aðstoðaði Anahitu fyrst og var henni afhent vatnsflaska um leið og hún hafði klifrað út úr tunnunni í mastrinu og tók hún góðan sopa áður en að hún klifraði niður. Athygli vekur að vélar skipanna voru ræstar um leið og Anahita hafði yfirgefið mótmælastöðu sína.

Skömmu síðar aðstoðaði lögregla svo Elissu við að klifra niður úr mastrinu. Í kjölfarið fengu mótmælendurnir svo lögreglufylgd í sitthvorn lögreglubílinn. Brutust út fagnaðarlæti meðal áhorfenda þegar keyrt var með þær af vettvangi.

Klifruðu niður
play-sharp-fill

Klifruðu niður

Hvalveiðimótmæli
play-sharp-fill

Hvalveiðimótmæli

 

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Hide picture