fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Nágrannarnir reyndu að vara lögreglu við – Héldu að börnin myndu „yfirgefa húsið í líkpokum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 14:29

Ruby Franke og hryllingshúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannar Ruby Franke segjast loksins geta andað rólega eftir að hún var handtekin í síðustu viku. Hún og viðskiptafélagi hennar, Jodi Hildebrandt, voru handteknar eftir að sonur Ruby tókst að flýja heimili þeirra í Utah. Drengurinn var vannærður og með taulímband yfir ökkla og úlnliði. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tíu ára dóttur Ruby, sem fannst einnig vannærð á heimilinu.

Sjá einnig: Mömmuáhrifavaldur handtekin eftir að „grindhoruðu“ barni tókst að flýja með límband og áverka á útlimum

Ruby, 41 árs, á sex börn með eiginmanni sínum Kevin Franke. Þau stofnuðu YouTube-rásina 8 Passengers árið 2015 og deildu kristilegu lífi sínu og harkalegum uppeldisaðferðum með áhorfendum. Ruby hefur lengi verið umdeild og hafa áhorfendur sakað hana um að beita börnin sín ofbeldi í mörg ár. Eftir handtökuna fóru gömul myndbönd Ruby aftur í dreifingu og hafa vakið mikinn óhug meðal netverja.

Sjá einnig: Gömul myndbönd alræmda mömmuáhrifavaldsins vekja óhug – Beitti börnin ofbeldi fyrir allra augum

Það voru greinilega ekki aðeins áhorfendur heldur einnig nágrannar Ruby sem höfðu áhyggjur af börnunum.

Fréttastofa NBC ræddi við nágranna Ruby. Hún sagði að hún hafi margoft reynt að tilkynna áhrifavaldinn til yfirvalda. Að hennar sögn fóru barnaverndaryfirvöld í Utah að heimili Ruby Franke í september 2022 til að kanna aðstæður, eftir tilkynningar nágrannans, en málið var látið falla niður þar sem enginn kom til dyra.

„Ég er svo reið því ég reyndi að gera eitthvað í þessu. Aðrir reyndu að gera eitthvað, en ekkert gerðist,“ sagði hún.

„Ef fólk vissi bara hversu mikill tími, og hversu mörg tár, fór í að tala við yfirvöld og barnavernd síðastliðið ár, ég vil að fólk átti sig á þessu. Ég vil að þessi börn viti það, því þau halda að þau hafi verið yfirgefin“

Ruby Franke.

NBC ræddi við annan nágranna sem sagði að „allir héldu að [fjögur yngstu börnin] myndu yfirgefa húsið í líkpokum“ þegar lögreglan kom til að handtaka Ruby.

Fjögur yngstu börnin eru Abby, 16 ára, Julie, 14 ára, Russell, 12 ára, og Eve, 10 ára.

Tvö eldri börnin, Shari, 20 ára, og Chad, 18 ára, voru flutt að heiman.

Shari birti yfirlýsingu vegna handtöku móður sinnar á fimmtudaginn.

„Þetta var stór dagur. Við fjölskyldan erum ánægð með að réttlætið hafi náð fram að ganga. Við höfum reynt að segja lögreglu og barnavernd frá þessu í mörg ár og erum ánægð að það var loksins eitthvað gert í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur