fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Var ötull talsmaður hinsegin fólks en elti svo peningana í land þar sem samkynhneigð er bönnuð – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni en rýfur nú loks þögnina

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. september 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson hefur verið mikið gagnrýndur eftir að hann ákvað að yfirgefa Liverpool í sumar og elta peningana til Sádi-Arabíu. Hann ræddi málið í nýju viðtali.

Hinn 33 ára gamli Henderson er talinn fá um 700 þúsund pund í vikulaun hjá Al Ettifaq í Sádí. Gagnrýnin á hann hefur aðallega snúið að því að hann hefur verið ötull talsmaður hinsegin samfélagsins, en samkynhneigð er til að mynda bönnuð í Sádí.

„Hvað varðar LGBTQ+ samfélagið skil ég reiði þeirra. Mér þykir leitt að þeim líði þannig,“ segir Henderson.

„Það var aldrei ætlun mín að særa neinn. Ég hef alltaf reynt að hjálpa málstöðum og samfélögum sem hafa óskað eftir því.“

Útilokar ekki að bera regnbogaband

Henderson segir að skoðanir hans séu enn þær sömu og að hann trúi því að hann geti haft áhrif á menninguna í Sádí innan frá.

„Við getum öll stungið höfðinu ofan í sandinn og gagnrýnt hina og þessa menningu í löndum sem eru langt í burtu. En þá gerist ekki neitt. Ekkert mun breytast.

Ég held að fólk viti hverjar skoðanir mínar voru og eru enn. Ég held að það sé bara gott að slík viðhorf innan Sádi-Arabíu líka.“

Þegar Henderson var kynntur til leiks í Sádí var regnbogafyrirliðaband sem hann hafði borið hjá Liverpool litað svart og hvítt. Hann segist ekki hafa vitað af þessu og myndi meira að segja íhuga að vera með regnbogafyrirliðaband í leik í sádiarabísku deildinni.

„Ég ætla ekki að útiloka það en á sama tíma myndi ég ekki vilja vanvirða menninguna og trúna í Sádi-Arabíu. Ef við ætlum að segja að allir eigi að fá að vera eins og þeir vilja verðum við að virða alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“