Ensk blöð segja frá því í dag að verulegar líkur séu á því að Gareth Southgate hætti með enska landsliðið eftir Evrópumótið næsta sumar.
Verður það fjórða stórmót Southgate með liðið og er hann sagður velta því nú fyrir sér að hætta.
Southgate velti því fyrir sér eftir HM í Katar að hætta en ákvað að taka eina orustu í viðbót, hið minnsta.
Enska blaðið Daily Mail segir frá því að forráðamenn enska sambandsins séu meðvitaðir um þetta. Hafi það komið til umræðu að reyna að fá Pep Guardiola til að taka við.
Guardiola er með samning við Manchester City til ársins 2025 en hefur hann velt því fyrir sér að gerast landsliðsþjálfari, þar sem áreitið er ekki eins mikið og færri leikir að stýra.
Southgate hefur gert vel með enska landsliðið en vantað herslumuninn til að fara alla leið.