Louis van Gaal fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins telur að það hafi átt að gera Lionel Messi að Heimsmeistara í Katar í fyrra. Það tókst að mati Van Gaal.
Van Gaal segir að allir dómar hafa fallið með Argentínu í mótinu og nú rúmu hálfu ári síðar, kemur hann fram með sína kenningu.
„Þegar þú sérð hvernig Argentína fékk mörkin sín, hvernig leikmenn Argentínu gengu of langt en fengu enga refsingu,“ segir Van Gaal.
„Ég tel að þetta hafi verið allt fyrir fram ákveðið, ég meina það sem ég segi.“
Hann telur að upplegið hafi verið að gera Messi að Heimsmeistari og það hafi tekist.
„Að Messi hafi átt að verða Heimsmeistari? Ég held það, já.“