Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands þarf að ráðast í nokkrar breytingar á byrjunarliðinu sínu fyrir leikinn gegn Lúxemborg á föstudag.
Albert Guðmundsson er ekki með hópnum vegna kæru sem er á borði lögreglu, reglur KSÍ koma í veg fyrir að leikmaður sem er með mál á borði lögreglu taki þátt í verkefnum.
Albert byrjaði síðasta leik liðsins en teljast verður líklegt að Hákon Arnar Haraldsson kom inn í hans staðar.
Sverrir Ingi Ingason er frá vegna meiðsla og sömu sögu er að segja um Aron Einar Gunnarsson sem hefur verið meiddur í tæpa þrjá mánuði.
Svona tippar 433.is á að Hareide stilli upp byrjunarliðinu á föstudag.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Valgeir Lunddal
Guðlaugur Victor Pálsson
Hörður Björgvin Magnússon
Kolbeinn Birgir Finsson
Mikael Neville Anderson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Alfreð Finnbogason