Sendinefnd frá Sádí Arabíu er mætt til London með það eina markmið að reyna að klófesta Mohamed Salah frá Liverpool.
Í síðustu viku lagði Al-Ittihad fram 150 milljóna punda tilboð í Salah en Liverpool hafnaði því um leið.
Liverpool og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hafa ítrekað látið vita af því að Salah sé ekki til sölu.
Sádarnir vilja hins vegar gefa þessu eina tilraun til viðbótar og eru sagðir ætla að leggja fram 200 milljóna punda tilboð á næstu 48 klukkustundum. Frá þessu er sagt í Daily Mail.
„Ég hef aldrei efast um að hann verði ekki hérna, hann er okkar leikmaður og verður hérna,“ sagði Klopp um helgina.
Salah er einn besti knattspyrnumaður í heimi og yrði dýrasti leikmaður sögunnar ef Liverpool myndi taka tilboðinu frá Al-Ittihad.