Jan-Christian Dreesen stjórnarformaður Bayern Munchen virðist ekki útiloka að fá Joao Palhinha til liðs við félagið í janúar.
Miðjumaðurinn var næstu genginn í raðir Bayern frá Fulham rétt fyrir lok félagaskiptagluggans en skiptin náðu ekki í gegn þar til enska félagið fann ekki arftaka.
Palinha, sem hafði látið mynda sig í búningi Bayern og allt, var skiljanlega sár yfir þessu.
„Hann var ótrúlega leiður á föstudaginn. Hann vildi vera áfram hér í Munchen,“ segir Dreesen.
Dreesen viðhafði þá athyglisverð ummæli sem ýja að því að Bayern reyni aftur í janúar.
„Oftast hittast menn tvisvar á lífsleiðinni.“