fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Hollywood nötrar og netheimar loga vegna nýjustu skilnaðartíðinda

Fókus
Mánudaginn 4. september 2023 09:56

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilnaður stjörnuhjónanna Joe Jonas og Sophie Turner er sagður yfirvofandi.

TMZ greinir frá því að Joe Jonas er kominn með skilnaðarlögfræðing. Page Six staðfestir tíðindin og segir heimildarmaður miðilsins: „Joe er að skoða hvað sé best fyrir hann og framtíð hans.“

Joe Jonas er 34 ára tónlistarmaður, þekktastur fyrir að vera einn af þremur bræðrum í vinsælu strákasveitinni Jonas Brothers.

Sophie Turner er 27 ára leikkona og sló í gegn sem Sansa Stark í Game of Thrones þáttunum.

Samkvæmt erlendum miðlum hafa hjónin glímt við mikla erfiðleika undanfarna sex mánuði. Sophie var síðast á tónleikum hjá Jonas Brothers fyrir mánuði síðan en hefur ekki mætt síðan þá. Það hefur einnig vakið athygli að Joe hefur ekki gengið um með giftingahringinn síðastliðnar vikur.

Stjörnurnar trúlofuðust árið 2017, giftust 2019 og eiga tvö börn saman, fædd 2020 og 2022.

Það er óhætt að segja að netheimar standi í ljósum logum vegna tíðindanna. Hjónin hafa verið uppáhald netverja um gott skeið, slegið í gegn saman í myndböndum á TikTok og eiga fjölmarga aðdáendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs