Evan Ferguson hjá Brighton er einn mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Hann getur valið á milli þess að spila fyrir enska eða írska landsliðið.
Telegraph fjallar um þetta en Ferguson, sem er aðeins 18 ára gamall, hefur skorað fjögur mörk fyrir Brighton í jafnmörgum leikjum það sem af er leiktíð. Aðeins Erling Braut Haaland hefur skorað meira.
Sóknarmaðurinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brighton í febrúar 2022 og hefur alls spilað 24 aðalliðsleiki.
Þá hefur hann spilað sex A-landsleiki fyrir hönd Írlands, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið.
Þrír þeirra voru vináttulandsleikir og getur Ferguson því enn valið að spila fyrir Englands hönd þar sem mamma hans er ensk.
Telegraph segir að þrátt fyrir þetta virðist sem svo að Ferguson hafi engan áhuga á að spila fyrir annað land en Írland í framtíðinni.
Nokkrir leikmenn hafa valið að spila fyrir England í gegnum tíðina eftir að hafa upphaflega spilað með írska landsliðinu. Má þar nefnda Declan Rice og Jack Grealish.