fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Kristján Óli sagði upp áskriftinni í gær af þessari ástæðu – „Þetta er bara kjaftæði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. september 2023 08:04

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United stuðningsmanninum Kristjáni Óla Sigurðssyni var ekki skemmt yfir tapi liðsins gegn Arsenal í gær. Leikurinn var tekinn fyrir í Þungavigtinni.

United tapaði á afar svekkjandi hátt. Í stöðunni 1-1 hélt Alejandro Garnacho að hann væri að skora sigurmark leiksins en markið var dæmt af í VAR vegna rangstöðu. Hann var afar naumlega fyrir innan.

Declan Rice skoraði þess í stað fyrir Arsenal á 96. mínútu áður en Gabriel Jesus innsiglaði 3-1 sigur.

„Markið sem var dæmt af Garnacho gerði það að verkum að ég sagði upp áskriftinni að enska boltanum beint eftir leik. Þetta er bara kjaftæði,“ sagði reiður Kristján í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason var hissa á þessu.

„Ætlarðu að láta það bitna á Símanum að hann hafi verið rangstæður?“ spurði hann, en Síminn Sport er auðvitað rétthafi enska boltans á Íslandi.

„Má ég ekki hætta að horfa á enska boltann?“ spurði Kristján til baka.

Hann telur VAR hafa skoðað vitlaust sjónarhorn er Garnacho var dæmdur rangstæður en Ríkharð var ekki sammála.

„Reglur eru reglur. Hann var rangstæður.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt