Arsenal og Manchester United mættust í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Lokamínúturnar voru ansi dramatískar en hópur stuðningsmanna missti af þeim.
Marcus Rashford kom United yfir gegn gangi leiksins á 27. mínútu leiksins í gær en Martin Ödegaard svaraði um hæl.
Alejandro Garnacho hélt svo að hann væri að tryggja United sigurinn á 88. mínútu er hann kom boltanum í netið en eftir skoðun í VAR kom í ljós að hann var naumlega rangstæður.
Þess í stað kom Declan Rice Arsenal yfir hinum megin á 96. mínútu áður en Gabriel Jesus innsiglaði 3-1 sigur heimamanna.
Það vakti athygli í beinni útsendingu í gær að stór hluti stuðningsmanna Arsenal hefur ákveðið að vera á undan umferðinni og hélt heim á leið fyrir mark Rice. Misstu þeir af svakalegum fagnaðarlátum í stúkunni.
These Arsenal fans left the Emirates before the end of the match and missed Rice's winner 😭 pic.twitter.com/h72VHa80r5
— ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2023