fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Öskuillur eftir ákvörðunina í Manchester: Margir sammála – ,,Hvað get ég sagt?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. september 2023 11:00

Marco Silva/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir steinhissa á að mark Nathan Ake gegn Fulham í gær hafi fengið að standa.

Ake skoraði annað mark Man City í öruggum 5-1 sigri og kom liðinu í 2-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Manuel Akanji, liðsfélagi Ake, var klárlega rangstæður í markinu og truflaði markmann Fulham verulega.

Dómarateymið ákvað að dæma markið gott og gilt og er það ákvörðun sem kemur mörgum á óvart.

Marco Silva, stjóri Fulham, var svo sannarlega ósáttur er hann ræddi við blaðamenn eftir lokaflautið.

,,Hvað get ég sagt? Allir sem spila fótbolta, allir sem þekkja til fótbolta sjá að þetta mark var 100 prósent ógilt,“ sagði Silva.

,,Auðvitað erum við allir brjálaðir þegar svona ákvörðun er tekin gegn þér. Þetta gæti verið erfitt fyrir línuvörðinn og að sjá hvort hann sé rangstæður en það er ómögulegt að VAR taki ekki ákvörðun.“

,,Leikmaðurinn hoppar frá boltanum í rangstöðu og hafði full áhrif á markmanninn. Hvernig ákvað VAR ekki að dæma markið ógilt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri