fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Pochettino: Nokkuð eðlilegt að eyða svona

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. september 2023 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var spurður að skemmtilegri spurningu á blaðamannafundi í gær.

Þar var Pochettino spurður út í eyðslu Chelsea undanfarið eitt og hálft ár en um er að ræða eyðslu upp á einn milljarð punda sem er gríðarleg upphæð.

Pochettino bendir á að Chelsea sé einnig búið að selja fjölmarga leikmenn en á síðasta tímabili var keypt leikmenn fyrir 600 milljónir punda.

,,Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið félagið var að selja áður. Þið getið sagst vera hissa vegna þess en við þurfum bara að þróa okkar hóp,“ sagði Pochettino en Chelsea tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest í dag.

,,Fótboltinn í dag er öðruvísi en fyrir 20 árum síðan. Í dag tel ég þetta vera nokkuð eðlilegt, peningarnir koma og þeir fara. Þetta eru stór viðskipti og við getum ekki stöðvað það.“

,,Við fáum öll okkar hlut í þessu, ég er ekki hér til að kenna ykkur eitthvað en þetta snýst allt um jafnvægi. Chelsea er að eyða peningum en hefur líka selt leikmenn. Það er eðlilegt að fá inn nýja menn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar