fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Pochettino: Nokkuð eðlilegt að eyða svona

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. september 2023 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var spurður að skemmtilegri spurningu á blaðamannafundi í gær.

Þar var Pochettino spurður út í eyðslu Chelsea undanfarið eitt og hálft ár en um er að ræða eyðslu upp á einn milljarð punda sem er gríðarleg upphæð.

Pochettino bendir á að Chelsea sé einnig búið að selja fjölmarga leikmenn en á síðasta tímabili var keypt leikmenn fyrir 600 milljónir punda.

,,Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið félagið var að selja áður. Þið getið sagst vera hissa vegna þess en við þurfum bara að þróa okkar hóp,“ sagði Pochettino en Chelsea tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest í dag.

,,Fótboltinn í dag er öðruvísi en fyrir 20 árum síðan. Í dag tel ég þetta vera nokkuð eðlilegt, peningarnir koma og þeir fara. Þetta eru stór viðskipti og við getum ekki stöðvað það.“

,,Við fáum öll okkar hlut í þessu, ég er ekki hér til að kenna ykkur eitthvað en þetta snýst allt um jafnvægi. Chelsea er að eyða peningum en hefur líka selt leikmenn. Það er eðlilegt að fá inn nýja menn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah