„Ég er virkilega ánægður, mjög ánægður með að þetta sé klárt og ég sé loks hér,“ segir Ryan Gravenberch eftir að hann skrifaði undir hjá Liverpool.
Ryan Gravenberch kom til Englands í morgun og er keyptur til enska félagsins frá FC Bayern í Þýskalandi.
Liverpool borgar um 35 milljónir punda fyrir hollenska miðjumanninn sem var aðeins í ár hjá Bayern.
Gravenberch var keyptur til Bayern frá Ajax en fann ekki taktinn á Allianz Arena og heldur nú á Anfield.
„Þegar þú horfir úr fjarlægð þá er þetta eitt stærsta félag í heimi.“
„Félagið er með magnaða stuðningsmenn og heimavöll. Þetta er rétta félagið fyrir mig.“