fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Leikir Strákanna okkar í opinni dagskrá – Gummi Ben lýsir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. september 2023 09:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom fyrr í sumar er Stöð 2 Sport komið með sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á nýjan leik. Nú greinir Sýn frá því að allir leikir Íslands verði í opinni dagskrá.

Sýn tók í sumar yfir Viaplay á Íslandi, sem hefur sýnt leiki íslenska karlalandsliðsins undanfarið.

Allir leikir Íslands á þessu ári verði í opinni dagskrá, þar með taldið eru því leikirnir gegn Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu síðar í þessum mánuði.

Guðmundur Benediktsson mun lýsa leikjunum. Kjartan Atli Kjartansson mun stýra umfjöllun og Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson verða á meðal sérfræðinga.

Tilkynning Sýnar
Fyrr í sumar tryggði Stöð 2 Sport sér sýningarréttinn að leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu næstu árin og má því með sanni segja að strákarnir okkar séu komnir aftur heim.

Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að Stöð 2 Sport, N1 og Netgíró hafa tekið höndum saman og bjóða þjóðinni upp á alla leiki liðsins út árið í opinni dagskrá. Fyrstu landsleikirnir á Stöð 2 Sport verða 8. september gegn Lúxemborg ytra og 11. september gegn Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli.

Áhorfendur geta nú notið þess að horfa á strákana okkar í bestu mögulegu myndgæðum auk þess sem mikið verður lagt í umfjöllun um leikina. Guðmundur Benediktsson mun lýsa leikjunum en umfjöllun verður í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports um landsliðið verða meðal annarra Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson sem báðir eru margreyndir landsliðs- og atvinnumenn í knattspyrnu.

Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar: „Okkur finnst frábært að geta fagnað því að íslenska landsliðið sé komið heim til okkar á Stöð 2 Sport með því að bjóða upp á næstu leiki liðsins í undankeppni EM 2024 í opinni dagskrá með okkar góðu samstarfsaðilum, N1 og Netgíró. Nú eru afar mikilvægir leikir fram undan hjá strákunum okkar. Liðið hefur staðið sig vel og erum við stolt að geta verið hluti af þessari vegferð með þeim. Áfram Ísland!“

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ: „Ég hlakka mikið til að fylgjast með umfjöllun Stöðvar 2 Sports um strákana okkar enda mikil reynsla og þekking þar á bæ og ég veit að landsliðinu verða gerð góð skil. Liðið er á ákveðinni vegferð undir stjórn þjálfarans Åge Hareide og í leikmannahópnum eru reynslumiklir menn í bland við yngri og afar spennandi leikmenn. Svo má auðvitað reikna með að það gleðji þjóðina að geta séð leikina í opinni dagskrá, sem er mikilvægt, því við viljum að stuðningsmenn á öllum aldri sem ekki komast á völlinn til að styðja íslenska liðið geti horft í sófanum heima.“

Allir aðrir leikir í undankeppni EM 2024 verða sýndir á Viaplay og valdir leikir á Vodafone Sport, sem er nú hluti af Sportpakka Stöðvar 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029