fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Gísli eftir sögulegan sigur: „Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, var að vonum himinnlifandi með sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í Sambandsdeildinni í kvöld. Með sigrinum varð Breiðablik fyrsta íslenska karlaliðið til að fara í riðlakeppni í Evrópu.

Blikar leiddu 1-0 fyrir leikinn í kvöld eftir sigur ytra og niðurstaðan varð sú sama í dag. Samanlagt 2-0.

Gísli segir að vegferðin í riðlakeppni Evrópu hafi hafist árið 2020.

„Þetta byrjaði í Noregi á móti Rosenborg þegar það var hlegið af manni fyrir að spila okkar bolta. En það er svo sannarlega búið að skila sér núna, allt sem Óskar er búinn að setja fyrir í Breiðablik,“ segir hann.

„Við ætluðum að vinna þennan leik. Við erum búnir að vinna 8 af 10 leikjum í Evrópu á Kópavogsvelli og ætluðum að halda því áfram í dag.“

Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er spiluð fram í desember. Tímabilið lengist því en Gísli er meira en til í það.

„Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október,“ segir hann léttur.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning