fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Gísli eftir sögulegan sigur: „Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, var að vonum himinnlifandi með sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í Sambandsdeildinni í kvöld. Með sigrinum varð Breiðablik fyrsta íslenska karlaliðið til að fara í riðlakeppni í Evrópu.

Blikar leiddu 1-0 fyrir leikinn í kvöld eftir sigur ytra og niðurstaðan varð sú sama í dag. Samanlagt 2-0.

Gísli segir að vegferðin í riðlakeppni Evrópu hafi hafist árið 2020.

„Þetta byrjaði í Noregi á móti Rosenborg þegar það var hlegið af manni fyrir að spila okkar bolta. En það er svo sannarlega búið að skila sér núna, allt sem Óskar er búinn að setja fyrir í Breiðablik,“ segir hann.

„Við ætluðum að vinna þennan leik. Við erum búnir að vinna 8 af 10 leikjum í Evrópu á Kópavogsvelli og ætluðum að halda því áfram í dag.“

Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er spiluð fram í desember. Tímabilið lengist því en Gísli er meira en til í það.

„Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október,“ segir hann léttur.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra