Al-Ittihad í Sádí Arabíu ætlar sér að láta á það reyna hvort Mohamed Salah sé til sölu og eru samkvæmt Daily Mail að undirbúa tilboð.
Liverpool og Jurgen Klopp hafa látið vita af því að Salah sé ekki til sölu en Sádarnir vilja kanna hvort 118 milljónir punda geti breytt því.
Samkvæmt Daily Mail telja forráðamenn Al-Ittihad að Salah sé klár í að hlusta á tilboð frá þeim.
Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu eru nú búnir að koma sér fyrir í Frakklandi og ætla að vera þar næstu daga til að reyna að klófesta leikmenn. Salah er einn af þeim sem þeir vilja.
Sádarnir telja að koma Salah sé það sem deildin þar í landi þurfi, fjöldi stjarna hefur komið til Sádí Arabíu í sumar en að fá Salah væri kirsuberið ofan á kökuna.
Salah er múslimi sem er sú trú sem er iðkuð í Sádí Arabíu en laun Salah myndu hækka verulega við það að fara til Al-Ittihad sem varð meistari á síðasta ári.