Það virtist allt í góðu á milli Tottenham og Harry Kane þegar félagið samþykkt tilboð frá FC Bayern í fyrirliða sinn, Kane skrifaði undir hjá Bayern í ágúst.
Telegraph segir hins vegar frá því að félagið hafi farið í hart við Kane þegar allt var að ganga í gegn.
Þannig var Kane bannað að mæta á æfingasvæði félagsins til að kveðja liðsfélaga sína og starfsmenn félagsins til margra ára.
Félagið sendi honum tölvupóst þar sem sagt var að hann væri ekki velkomin á svæðið, félaginu þótti það ekki viðeigandi þar sem hann væri á förum.
Dót sem Kane átti á æfingasvæðinu var sent heim til hans, félagið vildi ekki sjá hann á svæðinu.
Fjölskyldan átti svo sína svítu á heimavelli Tottenham en þangað var fólki í kringum Kane ekki hleypt inn til að sækja hluti sem voru í eigu hennar.
Kane vildi ólmur fara til Bayern þar sem hann telur sig eiga miklu meiri möguleika á því að vinna stóra titla.