fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Blikar setja þá kröfu á sig að klára dæmið á morgun – „Hér líður okkur vel og höfum meiri stjórn á því sem við ætlum að gera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Struga á morgun í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar geta skrifað söguna með því að fara inn í riðakeppnina og hefur fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson fulla trú á að þeir geri það.

Íslandsmeistararnir unnu fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu 0-1 við erfiðar aðstæður og mikið rok.

„Spennustigið er orðið mjög hátt nú þegar. Það er mikil tilhlökkun. Mér finnst vera góð stemning í hópnum og menn einbeittir á morgundaginn,“ segir Höskuldur við 433.is.

„Ég held að þetta verði öðruvísi leikur en úti. Hann var að skrýtin að mörgu leyti og að einhverju leyti ómarktækur. Það var meira spurning um að halda boltanum inn á þar en eitthvað annað.“

Höskuldur fyrir Struga
play-sharp-fill

Höskuldur fyrir Struga

Höskuldur segir Blika hafa allt sem þarf til að klára verkefnið á morgun á heimavelli sínum.

„Hér líður okkur vel og höfum meiri stjórn á því sem við ætlum að gera. Við erum með forystu sem við verðum að fara vel með. Við getum ekki dottið í það að vernda hana. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu verðum við að vera með góða áhættustýringu.“

En má kalla þetta dauðafæri til að komast í riðlakeppni í Evrópu fyrst íslenskra liða?

„Eflaust er hægt að setja það orð á þetta. Við gerum þá kröfu á okkur í ljósi þess hvernig staðan er í hálfleik að við ætlum að fara áfram. Það eina í stöðunni er að vera upp á okkur besta og þá klárum við dæmið.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
Hide picture