fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn tjáir sig um umdeilt athæfi Blika og allt fjaðrafokið í kjölfarið – Segir suma gagnrýnina ekki eiga rétt á sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leik Breiðabliks og Víkings og allt sem gekk á í kringum hann að baki. Blikar eru komnir með hugann við leikinn gegn Struga á morgun þar sem liðið getur fyrst íslenskra liða farið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Mikið fjaðrafok var í kringum leik Víkings og Breiðabliks sem fyrrnefnda liðið vann 5-3 um helgina. Blikar vildu fá leiknum frestað í ljósi þess að liðið er í miðju einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Kópavogsliðið vann fyrri leikinn gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag 0-1 og mætir þeim hér heima í seinni leiknum næstkomandi fimmtudag.

Víkingur var ekki til í að spila leikinn í landsleikjahléi og hendur KSÍ voru bundnar þar sem ekki var hægt að finna nýjan leikdag.

Blikar voru klárlega bálreiðir yfir því að leiknum hafi ekki verið frestað. Liðið mætti ekki í Fossvoginn fyrr en tæpum hálftíma fyrir leik og leikskýrslan barst seint. Þá notaði liðið ekki klefaaðstöðu í Víkinni heldur fór beint út á völl.

Oskar fyrir Evropu
play-sharp-fill

Oskar fyrir Evropu

Löngu ákveðið

„Fyrir mér lauk þessum leik klukkan níu á sunnudaginn, þegar við löbbuðum út af vellinum. Ég hef svosem ekki verið að tala um hann eða hugsa um hann mikið eftir það,“ sagði Óskar um málið við 433.is í dag.

Á dögunum fóru af stað sögur um að Blikar hafi verið ósáttir við klefaastöðu í Víkinni í fyrra og hafi því ákveðið að nýta sér hana ekki í þetta sinn.

„Það er eitthvað til í því. Það er of langt mál að fara í. Ég get alveg sagt það að við vorum löngu búnir að ákveða að gera þetta svona. Það skipti engu máli í hvaða stöðu við værum eða á milli hvaða leikja þetta væri. Það er bara val. Á meðan KSÍ skildar okkur ekki til að vera á staðnum einum og hálfum tíma fyrir leik eins og UEFA gerir í Evrópukeppnum hafa liðin þetta val. Ef Valur eða Víkingur vilja mæta hingað á Kópavogsvöll 20 mínútum fyrir leik þá er það þeirra val.“

Óskar bendir á að Blikar hafi mætt til leiks og gert allt sem krafist er af þeim á leikdegi.

„Gagnrýnin sem er á þann veg að við höfum orðið okkur til skammar eða gert lítið úr leiknum, mér finnst hún ekki alveg eiga rétt á sér því við stóðum við allar okkar skuldbindingar og leikurinn byrjaði á réttum tíma.“

Viðtalið í heild er í spilaranum, en þar er einnig farið yfir leikinn gegn Struga og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Í gær

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
Hide picture