fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Akureyringar létu ógeðfelld orð falla um helgina: Fitufordómar og ljót orð – „Þú líka mongólíti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið minnsta einn stuðningsmaður Þórs og mögulega fleiri til létu ógeðfellt orð falla í stúkunni um helgina þegar Njarðvík heimsótti liðið þar og vann sigur í Lengjudeildinni.

Leikmenn Njarðvíkur voru að fagna marki í leiknum fyrir framan stúkuna hjá Þór þegar orðin voru látin falla.

„Þessi verslar í Dresmann og 10-11. Og þú líka mongólíti.,“ sagði einn aðili og síðan voru það fitufordómar sem virtust beinast að varamannabekk Njarðvíkur í leiknum.

„Allir í yfirvigt á bekknum,“ má heyra svo.

Einn áhorfandi í stúkunni hafði ekki gaman af svona orðbragði. „Hvað er að ykkur? Hvetjið ykkar lið áfram,“ sagði maðurinn sem lét í sér heyra.

Málið var tekið fyrir í Lengjumörkunum hér á 433.is í gærkvöldi og atvikið fordæmt.

„Þetta er leiðinlegt fyrir heilan klúbb, þarna eru 1-2 manneskjur að eyðileggja fyrir öllum himnum. Mjög lélegt, vonandi verða þessir einstaklingar teknir á teppið,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Orðbragð í stúkunni hefur verið til umræðu undanfarið en ÍBV fékk sekt frá KSÍ fyrir ljót orð sem féllu á leik þar á bæ.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Hide picture