Al-Ittihad ætlar að bjóða 128 milljónir punda í Mohamed Salah sóknarmann Liverpool og vonast til þess að slíkt geti freistað Liverpool til þess að selja. Þessu heldur AS á Spáni fram.
Áhugi Al-Ittihad er að magnast og hafa fréttir um hann borist daglega núna undanfarna daga.
Salah er 31 árs gamall en Liverpool hefur sagt frá því að hann sé ekki til sölu, svona tilboð og mögulegur áhugi Salah á að fara gæti breytt stöðu mála.
Sádarnir eru til í bjóða Salah laun á pari við Cristiano Ronaldo og Neymar sem þéna ótrúlegar upphæðir þar í landi.
Salah er múslimi sem er trúin sem er iðkuð í Sádí Arabíu og vilja forráðamenn deildarinnar ólmir krækja í þessa stórstjörnu.
🇸🇦 Al-Ittihad prepare $162m bid for Mohamed Salah
The Saudi Pro League side could offer Salah a contract that ranks alongside deals signed by Cristiano Ronaldo and Neymar 💸https://t.co/JKnzn0EBuz
— AS USA (@English_AS) August 28, 2023