fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Svar Klopp við spurningu blaðamanns vakti mikla athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah hefur verið orðaður við Al Ittihad í Sádi-Arabíu undanfarið. Jurgen Klopp stjóri Liverpool stendur fastur á sínu og segir leikmanninn ekki á förum.

Egyptinn var fyrir helgi sagður hafa fengið risatilboð frá Sádí sem myndi gera hann launahærri en Cristiano Ronaldo, sem er auðvitað á mála hjá Al Nassr.

Salah var sjálfur talinn áhugasamur um boðið. Liverpool segir leikmanninn þó ekki til sölu og spilaði hann í sigrinum á Newcastle í gær.

Eftir leik var Klopp spurður af blaðamanni út í málið.

„Sagan um Mo Salah til Al Ittihad er ekki alveg horfin, er það?“ spurði blaðamaðurinn.

„Fyrir mér er hún það!“ svaraði Klopp ákveðinn.

Miðað við þetta mun Salah ekki elta peningana til Sádí þetta sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid