fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Breiðablik birti loksins byrjunarlið sitt: Margir óþekktir í hópnum – Einn fæddur árið 2007

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 18:46

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik heimsækir Víking Reykjavík í lokaleik helgarinnar.

Breiðablik reyndi að fresta þessum leik en fékk höfnun frá KSÍ en liðið er í Evrópukeppni og á leik í næstu viku gegn FC Struga.

Það tók Blika langan tíma að mæta til leiks á Víkingsvelli og var byrjunarlið liðsins ekki birt fyrr en um 30 mínútum eftir að lið Víkings var birt.

Markmaður Breiðabliks í kvöld er Brynjar Atli Bragason en Anton Ari Einarsson fær hvíld að þessu sinni.

Jón Sölvi Símonarson er varamarkmaður Blika en hann er fæddur árið 2007 sem vekur mikla athygli.

Flestir lykilmenn Blika fá frí í þessum leik og verður svo sannarlega erfitt fyrir liðið að ná í þrjú stig í Víkinni í kvöld.

Byrjunarliðin má sjá hér.

Víkingur R:
1. Ingvar Jónsson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Breiðablik:
12. Brynjar Atli Bragason
8. Viktor Karl Einarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
25. Davíð Ingvarsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
30. Andri Rafn Yeoman

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“