fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

England: Jóhann Berg ekki lengi að minna á sig – Haaland klúðraði víti í sigri Manchester City

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 15:03

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson nýtti tækifærið í dag er hann lék með Burnley gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og var ekki lengi að leggja upp mark fyrir heimamenn.

Því miður var staðan 2-0 fyrir Villa á þeim tímapunkti og bætti liðið síðar við þriðja markinu.

Burnley tapaði þarna sínum öðrum leik í röð og ljóst að byrjun liðsins í úrvalsdeildinni er ansi erfið.

Á sama tíma unnu meistararnir í Manchester City sigur á Sheffield United en hann var heldur betur tæpur.

Rodri tryggði Man City sigurinn með marki á 88. mínútu en fyrir það hafði Erling Haaland bæði skorað og klikkað á vítaspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina