fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Ætlaði að kalla þetta gott til að selja fisk með pabba sínum – Allt breyttist á mjög stuttum tíma

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það munaði ekki miklu að Josko Gvardiol hefði lagt skóna á hilluna sem táningur er hann lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu, Króatíu.

Gvardiol hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og skrifaði undir samning við Manchester City í sumar eftir dvöl hjá RB Leipzig í Þýskalandi.

Fyrir nokkrum árum síðan var Gvardiol nálægt því að hætta í fótbolta eftir að hafa lent í alvöru veseni með að komast í akademíu Zagreb þar sem samkeppnin er mikil.

Hann íhugaði það sterklega að hætta í boltanum og byrja að selja fisk á markaðnum Dolac í króatísku höfuðborginni þar sem hann hefði unnið með föður sínum.

Gvardiol sýndi gæði er hann ólst upp hjá Dinamo en um tíma voru tækifærin af skornum skammti og var hann ekki viss um eigin framtíð.

Í dag er þessi 21 árs gamli leikmaður forríkur og hefur svo sannarlega tekið rétta ákvörðun í sínu lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina