fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Valur búið að leggja fram kæru hjá KSÍ – Krafan er að liðinu verði dæmdur 3-0 sigur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 15:37

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur lagt fram formlega kæru til Aga og úrskurðarnefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingi verði refsað fyrir þá staðreynd að Arnar Gunnlaugsson hafi stýrt liðinu, úr stúkunni þegar liðið heimsótti Hlíðarenda síðustu helgi. Var kæran lögð fram síðdegis í gær.

Forsagan er sú að Arnar var í leikbanni þegar Víkingur vann 0-4 sigur en telja Valsmenn að hann hafi ekki virt leikbannið, með því að vera í stöðugu símasambandi við varamannabekkinn.

433.is hefur kæruna í sínum höndum. Gerir Valur kröfu um að verða dæmdur 3-0 sigur, til vara að leikurinn verði endurtekinn eða að Víkingur þurfi að greiða sekt.

Arnar Gunnlaugsson tók út leikbann en var í símasambandi við varamannabekk Víkings eins og hann sagði sjálfur frá í viðtali á Stöð2 Sport. „Nei ég var bara í stöðugu samskiptum við þarna bekkinn það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og þarna það er hægt að micro managera vel þarna úr stúkunni og ég er að pæla í að gera þetta að vana. Þegar ég er á hliðarlínunni þá erum við með tvo greinendur í stúkunni og við erum fljótir að bregðast við ef við sjáum eitthvað og í svona leik sem mörg díteils skipta máli þá er mikilvægt að hafa mörg augu,“ sagði Arnar.

Eru það orð Arnars sem kæra Vals byggir að mestu á en vitnað er í ýmsar reglugerðir hjá KSí og FIFA. Segir meðal annars í 16 lið kærunnar. „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gr., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt, sbr. grein 12.7.,“ segir í kærunni.

Í gær ákvað aga og úrskurðarnefnd að aðhafast ekkert í málinu eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri sambandsins bað nefndina um að skoða málið. Taldi hún Arnar ekki hafa gerst brotlegan.

Kröfur
1. Kærandi gerir þessar kröfur:

(i) Aðallega að kæranda verði dæmdur 3-0 sigur í leik hans við kærða sem fram fór í Bestu deilda meistaraflokks karla á Origovellinum að Hlíðarenda í Reykjavík að kvöldi 20. ágúst 2023 og kærða gerð sekt.

(ii) Til vara að leikurinn verði ógiltur og kæranda og kærða gert að endurtaka hann og kærða gerð að greiða sekt.

(iii) Til þrautavara að kærða verði gert að greiða 300.000 kr. sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“