fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sérfræðingurinn uppljóstrar því á hvaða stöð handboltinn verður í vetur – „Stöð2 hefur viljað gera þetta ógeðslega vel en höfðu ekki efni á því“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur göngu sína á nýjan leik nú í kvöld en þáttinn má nálgast hér á vefnum og í Sjónvarpi Símans með því að velja Hringbraut og svo Íþróttavikuna.

Fyrsti gesturinn þennan veturinn er Arnar Daði Arnarson, sérfræðingur íslensku þjóðarinnar þegar kemur að handboltanum.

Arnar upplýsir í þættinum um það að Sjónvarp Símans verði heimili handboltans á næsta tímabili en Stöð2 Sport hefur gert frábærlega með handboltann síðustu ár.

„Klárlega, maður var í kringum Stöð2 Sport og það trúði því enginn að handboltinn færi. Þegar leið á tímabilið að þá fann maður að það var eitthvað gruggugt. Það virtist sem svo að Stöð2 hafi ekki haft efni á að hafa handboltann áfram, það er enginn eðlilegur kostnaður við eina útsendingu,“ segir Arnar Daði sem var stór hluti af teyminu hjá Stöð2 Sport og afar vinsæll á meðal áhorfenda.

„Þetta er dýrt batterí, ein útsending kostar 4 eða 5 milljónir. Stöð2 hefur viljað gera þetta ógeðslega vel en höfðu ekki efni á því,“ segir Arnar og segir það virðingarvert að fyrirtæki fari ekki út í hluti sem ekki eru til peningar fyrir.

Arnar upplýsir svo þjóðina um það að handboltinn verði með heimili hjá Símanum í vetur og líklega mun hinn vinsæli hlaðvarpsþáttur, Handkastið fara aftur í loftið.

„Það er verið að bíða eftir fréttamannafundi hjá HSÍ, fyrir fólk sem er heima þá getur fólk horft á handboltann á Sjónvarpi Símans í vetur. Það verður einn leikur í opinni dagskrá á fimmtudögum, á sama tíma og Stöð2 Sport er með körfubolta í lokaðri dagskrá er handboltinn í opinni dagskrá. Svo verður handbolta rás þar sem fólk getur keypt áskrift að hinum leikjunum á 1290 krónur á mánuði. Þar getur séð yngri flokka leikja, næst efstu deild og þar verða allir leikir þar. Félögin lýsa leikjunum, það verður enginn Seinni Bylgja eða umfjöllunar þáttur,“ segir Arnar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Í gær

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
Hide picture