fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Kista með hundruðum milljóna færist nær Íslandi eftir gærdaginn – Ótrúlegar upphæðir á borðinu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er einu skrefi frá því að tryggja sér 2,94 milljónir evra ef liðinu tekst að tryggja sig inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið er í mjög góðri stöðu.

Blikar unnu sigur á FC Struga frá Norður-Makedóníu í umpili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram ytra en heimaleikurinn er í næstu viku.

Takist Blikum að sigra þar er ljóst að 422 milljónir verða millifærðar í Kópavoginn. Það er Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og fjármálasérfræðingur sem segir frá.

Mynd/Helgi VIðar

Ljóst er að slík upphæð kæmi sér vel í þeim erfiða rekstri sem rekstur knattspyrnudeilda á Íslandi er.

„Fínustu úrslit hjá Blikum. Þær færast nær 2,94 milljónum EUR. Ca. 420 milljónir ISK,“ skrifar Jóhann um málið.

Breiðablik yrði fyrsta liðið í sögu Íslands að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu í karlaflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina