Hinn afar spennandi Gabri Veiga er að ganga í raðir Al Ahli í Sádi-Arabíu.
Það var útlit fyrir að Veiga, sem spilar með Celta Vigo á Spáni, myndi fara til Napoli og var Celta búið að samþykkja munnlegt 36 milljóna evra tilbooð ítalska félagsins en nú hefur U-beygja átt sér stað og mun miðjumaðurinn skrifa undir hjá Al Ahli.
Veiga, sem er 21 árs gamall, fetar þar með í fótspor fjölda öflugra leikmanna úr Evrópuboltanum sem heldur í peningana í Sádi-Arabíu í sumar.
Talið er að stjóri Al Ahli, Mathias Jaissle, hafi átt stóran þátt í að sannfæra Veiga um að koma til Sádí.
EXCLUSIVE: Gabri Veiga to Al Ahli, here we go! Bid accepted by Celta, player also said yes 🚨🟢🇸🇦
Coach Jaissle was crucial for Veiga to accept.
Al Ahli sign their secret top target.
Saudi side want to invest on world best talents — and now they also got the gem Gabri Veiga. pic.twitter.com/8xfOMyiUTS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2023