fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sádar stela hinum afar spennandi Veiga fyrir framan nefið á Napoli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 08:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn afar spennandi Gabri Veiga er að ganga í raðir Al Ahli í Sádi-Arabíu.

Það var útlit fyrir að Veiga, sem spilar með Celta Vigo á Spáni, myndi fara til Napoli og var Celta búið að samþykkja munnlegt 36 milljóna evra tilbooð ítalska félagsins en nú hefur U-beygja átt sér stað og mun miðjumaðurinn skrifa undir hjá Al Ahli.

Veiga, sem er 21 árs gamall, fetar þar með í fótspor fjölda öflugra leikmanna úr Evrópuboltanum sem heldur í peningana í Sádi-Arabíu í sumar.

Talið er að stjóri Al Ahli, Mathias Jaissle, hafi átt stóran þátt í að sannfæra Veiga um að koma til Sádí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum