fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Erfiður leikur við krefjandi aðstæður – „Þetta er ekki beint eitthvað teppi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 06:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Struga frá Norður-Makedóníu í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er ytra. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, er brattur fyrir leik kvöldsins.

„Þetta er fallegt umhverfi og það er búið að taka vel á móti okkur, spennandi leikur framundan svo það er flott að vera hér,“ segir Höskuldur.

Hann segir að leikur kvöldsins verði allt annað en auðveldur og líklega mjög frábrugðinn þeim sem verður á Kópavogsvelli eftir viku.

„Þetta verður alltaf krefjandi leikur. Við erum búnir að greina þá vel og þetta er hörkulið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig. Við erum komnir með ágæta mynd á hvar þeir geta sært okkur og öfugt.

Þetta er ekki beint eitthvað teppi svo maður þarf að aðlagast því. Góð úrslit munu nást með baráttu og að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega aðeins öðruvísi leikur en á Kópavogsvelli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota