fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Goðsögn United gagnrýnir félagið harðlega í kjölfar stórtíðindanna af Greenwood í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 20:00

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tilkynnti í dag um ákvörðun sína að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í liðið eftir mikla óvissu undanfarið. United goðsögnin Gary Neville gagnrýnir félagið harðlega vegna þess hvernig staðið var að málinu.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.

Neville styður ákvörðun United en gagnrýnir hvernig félagið hefur staðið að málinu.

„Ég held að fyrir mér og öllum öðrum sem sáu sönnunargagnið sem upphaflega var birt hafi verið ljóst að hann myndi ekki spila aftur fyrir Manchester United. En ferlið til að komast að þessari niðurstöðu var skelfilegt,“ segir Neville.

„Þegar þú ert að takast á við eitthvað svona þarftu sterka og ákveðna leiðtoga. Manchester United hefur þá ekki.“

Neville telur að það þurfi staðlað ferli sem svona mál fari í til að ábyrgðin sé ekki öll á félögunum.

„Þegar kemur að málum eins og heimilisofbeldi gegn konum þarf að vera einhver sjálfstæður dómstóll. Manchester United ætti ekki að vera dómari og dómstóll í þessari stöðu, ekki bara fyrir félagið heldur leikinn í heild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar