fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Frétt um stórstjörnu vakti mikla reiði Íslendinga og heitar umræður sköpuðust – „Djöfull er þetta viðbjóðslega ógeðslegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að fréttir af flugi Neymar frá París til Sádi-Arabíu hafi vakið upp reiði margra íslenskra netverja. Brasilíumaðurinn flaug í einkaflugi með Boeing 747 þotu.

Neymar gekk á dögunum í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu frá Paris Saint-Germain og mun hann þéna gríðarlega hjá nýju félagi, líkt og fjöldi knattspyrnumanna sem hafa haldið til Sádí í sumar.

Neymar flaug sem fyrr segir með Boeing 747 þotu til Sádí. Vélin var klárlega óþarflega stór fyrir hann og nokkra aðra og eru því margir reiðir með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Kappinn flaug í boði sádiarabíska prinsins Alwaleed bin Talal.

„Djöfull er þetta viðbjóðslega ógeðslegt,“ skrifaði Haukur Heiðar sem vakti athygli á þessu á X, áður þekkt sem Twitter.

Mikil umræða skapaðist og voru þekktir einstaklingar á meðal þeirra sem lögðu orð í belg.

„Einhver bestu rök fyrir að hætta að kaupa jarðefnaeldsneytisógeðinu sem ég hef séð,“ skrifaði Sævar Helgi Bragason, gjarnan þekktur sem Stjörnu-Sævar.

Felix Bergsson var þá með stutt en kraftmikil skilaboð: „Úff.“

Einn notandi greip í kaldhæðnina. „Gott að við séum þó að flokka og nota papparörin í þágu umhverfisins.“

Margir tóku í sama streng þau auðvitað hafi ekki allir verið sammála. Umræðuna má sjá í þræðinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“