fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Þriðja hjónabandið í vaskinn á stuttum tíma: Konan sást með ónefndum manni – ,,Hann vinnur í sjálfum sér“

433
Laugardaginn 19. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt að gerast í lífi fyrrum knattspyrnumannsins Kevin Prince Boateng þessa dagana.

Boateng tilkynnti það á dögunum að hann væri hættur að spila eftir langan feril en hann er 36 ára gamall.

Eftir aðeins 14 mánaða hjónaband hefur Boateng skilið við eiginkonu sína, Valentina Fradegrada sem er 31 árs gömul.

Mikil vandræði hafa komið upp í hjónabandinu undanfarna mánuði og ákvað parið að skilja eftir aðeins rúmlega ári eftir giftingu.

Um er að ræða þriðju eiginkonu Boateng sem hefur komið víða við og leikið í Þýskalandi, á Englandi, Ítalíu og á Spáni.

Valentina var ekki lengi að finna sér nýjan mann en samkvæmt Bild í Þýskalandi sást hún með ónefndum manni í Frakklandi á dögunum.

Valentina er sjálf gríðarlega vinsæl og er með yfir þrjár milljónir fylgjenda á Instagram síðu sinni.

,,Hann vinnur í sjálfum sér. Kevin er ósáttur með hvernig hjónabandið gekk fyrir sig og þetta var best fyrir báða aðila. Meira get ég ekki sagt,“ er haft eftir vini Boateng.

Myndir af þeim saman má sjá hér.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu