fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Alfreð Finnboga fer frá Lyngby og verður liðsfélagi Íslendings í Belgíu – Lyngby fær Andra Guðjohnsen á láni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 08:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur á láni til danska liðsins Lyngby en hann kemur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.

Hann klárar tímabilið með danska félaginu en honum er ætlað að fylla skarð Alfreðs Finnbogasonar sem er á förum.

Því samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mun Alfreð skirfa undir hjá belgíska félaginu K.A.S. Eupen í dag.

Eupen keypti Guðlaug Victor Pálsson frá DC United á dögunum og kaupir nú íslenska framherjann. Félagið er í eigu Aspire Zone í Katar.

Alfreð var í rúmt ár leikmaður Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar en þessi 34 ára gamli leikmaður gerir tveggja ára samning í Belgíu.

Atvinnumannaferill Alfreðs hófst í Belgíu hjá Lokeren árið 2011 og mögulega lokar hann hringnum sínum í sama landi.

Alfreð hefur átt magnaðan feril og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og nú síðast Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?