fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári með ansi góðar tekjur á síðasta ári – Arftaki hans hjá KSÍ þénaði miklu minna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiddu útsvari var Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum knattspyrnumaður og sérfræðingur Símans í enska boltanum í dag með rúmar 2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Er þetta unnið út frá gögnum sem Skatturinn veitir fjölmiðlum aðgang að.

Eiður Smári lét af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla undir lok árs 2021. Má ætla að hann hafi fengið einhverjar greiðslur frá Knattspyrnusambandinu á síðasta ári.

Eiður var svo þjálfari FH nokkurn hluta af árinu 2022 auk þess að starfa hjá Símanum sem sérfræðingur í enska boltanum.

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Jóhannes Karl Guðjónsson tók við af Eiði Smára sem aðstoðarþjálfari landsliðsins og hann var með tæpar 900 þúsund krónur í laun á síðasta ári miðað við útsvar.

Jóhannes Karl tók við starfinu þegar líða tók á síðasta ár en áður þjálfaði hann ÍA, hann er enn í dag aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Þorsteinn Halldórsson sem stýrði kvennalandsliðinu á Evrópumótinu á síðasta árið var með tæpa milljón á mánuði fyrir starf sitt hjá KSÍ.

Nafn – Laun:
Eiður Smári Guðjohnsen 2,045,635
Jóhannes Karl Guðjónsson 871,812
Þorsteinn Halldórsson 959,684

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga