Vestri og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í Lengjudeild karla í gær. Umdeilt atvik kom upp seint í leiknum.
Vestri leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Silas Songani og Vladimir Tufegdzic en Mosfellingar komu til baka með mörkum frá Ivo Braz og Elmari Cogic. Lokatölur 2-2.
Á 84. mínútu leiksins vildu heimamenn sjá Ásgeir Frank Ásgeirsson í liði Aftureldingar fjúka út af með rautt spjald fyrir tæklingu sína á Fatai Gbadamosi.
Virðast þeir hafa nokkuð til síns máls.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Dæmi hver fyrir sig pic.twitter.com/1uA5xYBAgA
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) August 16, 2023
Það verður farið yfir þetta atvik og 17. umferðina alla í Lengjudeildarmörkunum á 433.is í kvöld