Liverpool er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Wataru Endo hjá Stuttgart. Hann gengst undir læknisskoðun á morgun.
Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig eftir að leikmaðurinn var óvænt orðaður við Liverpool fyrr í kvöld.
Endo, sem er fyrirliði Stuttgart, bað um að fá að fara til að upplifa draum sinn og spila fyrir Liverpool.
Liverpool greiðir Stuttgart 18 milljónir evra fyrir þennan þrítuga miðjumann.
Endo er að upplagi djúpur miðjumaður en getur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Hann á að baki 50 A-landsleiki fyrir Japan.
Wataru Endō to Liverpool, here we go! Medical tests booked on Thursday for Japanese midfielder who’s joining from Stuttgard for €18m fee 🚨🔴🇯🇵 #LFC
Personal terms agreed in few hours as Endō asked as Stuttgart captain to leave & follow his dream.
Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/AYZ2bKuauP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023