fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sögur af stjörnunni sem fólk á erfitt með að trúa: Afhjúpa það sem gekk á bak við tjöldin og margir eru slegnir – „Þú ert svo ömurlegur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannahópur Borussia Dortmund er feginn að Jude Bellingham hafi farið til Real Madrid í sumar. Menn voru orðnir þreyttir á hegðun hans. Bild fjallar um málið.

Tíðindin koma mörgum á óvart. Bellingham var hjá Dortmund frá 2020 til 2023 og var oft með fyrirliðabandið á síðustu leiktíð.

Í sumar var hann svo seldur til Real Madrid fyrir 113 milljónir punda.

Í umfjöllun Bild kemur fram að einhverjir leikmenn hafi verið komnir með nóg af því að Bellingham vildi alltaf vera miðpunktur athyglinnar.

Þar segir einnig að enski miðjumaðurinn, sem varð tvítugur fyrr í sumar, hafi átt erfitt með að Erling Braut Haaland tæki sviðsljósið. Norski framherjinn var stærsta stjarna Dortmund áður en hann var seldur til Manchester City sumarið 2022.

Þarna á Bellingham að hafa tekið upp á því að bíða eftir að liðsfélagar sínir væru farnir til búningsherbergja áður en hann þakkaði stuðningsmönnum fyrir leikinn til að þurfa ekki að deila athyglinni með þeim.

Þá fannst mörgum leikmönnum Dortmund Bellingham ekki sýna mikla leiðtogahæfni þrátt fyrir að bera oft fyrirliðabandið og að hann væri stöðugt pirraður. Þetta er sagt hafa búið til slæma stemningu í hópnum.

Bellingham er einnig gefið að sök að hafa hreytt ljótum ummælum í liðsfélaga, eins og Nico Schulz í leik gegn Rangers. „Þú getur ekki sent boltann. Þú ert svo ömurlegur,“ á hann að hafa sagt.

Bellingham hefur farið vel af stað í búningi Real Madrid og skoraði hann í fyrsta leik tímabilsins um helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu