Forráðamenn Al-Hilal í Sádí Arabíu voru til að gera allt til þess að krækja í Neymar frá PSG og gekk félagið að nánast öllum kröfum kappans sem mun lifa sínu besta lífi í Sádí.
Al-Hilal staðfesti kaup sín á Neymar í gær frá PSG en kröfurnar sem kappinn gerði voru svo svakalegar að það er varla hægt að trúa þeim en svona er sannleikurinn frá Sádí.
Kröfulisti Neymar er í raun svakalegur, hann krafðist þess að Al-Hilal myndi kaupa fyrir sig þrjá rándýra bíla. Að auki vill hann fjóra Mercedez G jeppa og Mercedes rútu með bílstjóra fyrir vini sína og starfsfólk.
Neymar krafðist þess að Al-Hilal borgaði bílstjórann og að væri klár alla daga ársins fyrir sig og fjölskyldu sína.
Neymar vill hafa Bentley Continental GP, an Aston Martin DBX og Lamborghini Huracan heima hjá sér sem Al-Hilal borgar.
Hann vill hafa ískápinn á heimili sínu fullan af mat, hann vill hafa þrjár gufur á heimili sínu og fimm starfsmenn í fullu starfi. Þar af eiga tveir að sjá um þrif.
Ein af kröfum Neymar var svo að eigendur Al-Hilal myndu borga öll ferðalög hans og allan kostnað við þau, það var samþykkt.
Það er svo einkaflugvél sem verður klár öllum stundum fyrir Neymar að skella sér í og njóta lífsins þegar tækifæri gefst til.
Launapakki Neymar:
Árslaun – 138 milljónir punda
Vikulaun 2,65 milljónir punda
Mánaðarlaun 11,4 milljónir punda
Laun á dag – 377 þúsund pund
Laun á klukkutíma 15.700 pund
Laun á mínútu – 262 pund