„Þeir segja að þú verðir að vera klikkaður til að vera markvörður,“ segir í upphafi á grein frá Upshot sem fjallar um Mark Bosnich fyrrum markvörð Manchester United.
Bosnich átti skrautlegan feril en vandamál hans með áfengi og fíkniefni höfðu mikil áhrif á hann á seinni stigum ferilsins.
Bosnich var dæmdur í bann en hann hefur sagt frá því að hann hafi tekið um 10 grömm af kókaíni á dag.
En grein Upshot fjallar um það þegar Bonisch gifti sig í fyrsta sinn árið 1999 en hann var að gifta sig í þriðja sinn á dögunum.
„Af gömlum sið ákvað Bosnich að halda steggjaparti sitt degi fyrir brúðkaupið,“ segir í grein Upshot.
Dwight Yorke sem var samherji Bosnich hjá United sá um að skipuleggja hlutina en hann var svaramaður Bosnich í brúðkaupinu.
Gleðskapurinn fór fram á Legs Eleven sem er strippklúbbur í Birmingham. „Eftir langt kvöld og mikla drykkju var mannskapurinn að fara af staðnum klukkan 01:30. Kvöldið átti eftir að versna fyrir kauða en hann gekk í fangið á ljósmyndurum þegar hann fór af staðnum,“ segir í greininni.
„Ljósmyndarinn, Jamie Jones var fremstur og Bozza barði hann í andlitið. Hann tók svo myndavélina af honum og skellti sér upp í leigubíl,“ segir í grein Upshot en skömmu síðar skarst lögreglan í leikinn.
„Lögreglan var jölluð til og elti Bosnich að heimili hans en hann var handtekinn og skellt á bak við lás og slá. Fresta þurfti brúðkaupinu um klukkustund en Bosnich losnaði út um morguninn.“
Bosnich og Jarret sem hann giftist skildu eftir 14 mánuði en Bosnich er núna á sínu þriðja hjónabandi og Dwight Yorke var aftur svaramaður hans.
They say you must be mad to be a goalkeeper.
And look at Mark Bosnich…
The ex-Man United stopper took 10g of cocaine a day and filmed sex tapes with his teammates.
But none of Bozza’s benders compare to the time he woke up behind bars on his wedding day…
Our story begins… pic.twitter.com/UoWuRytKl7
— The Upshot (@UpshotTowers) August 15, 2023