Níu af tíu launahæstu knattspyrnumönnum í heimi spila nú utan Evrópu. Í upphafi árs voru allir þessir leikmenn að spila í Evrópu en nú er það eins Kylian Mbappe.
Átta af þessum leikmönnum hafa hoppað á seðlana í Sádí Arabíu og Lionel Messi hefur það gott í Bandaríkjunum.
Cristiano Ronaldo var fyrstur til að hoppa á seðlana í Sádí Arabíu og er með 200 milljónir evra í árslaun, Karim Benzema þénar sömu upphæðina.
N´Golo Kante er í þriðja sæti og þangað kemur Neymar líka en hann mun svo fá verulega bónusa sem koma honum enn hærra á listanum.
Kylian Mbappe er í fimmta sæti listans en svo kemur Lionel Messi.
Ljóst er að þetta er högg fyrir fótboltann í Evrópu sem hefur haft bestu og launahæstu leikmennina í sínum röðum en nú eru að opnast fleiri gluggar fyrir leikmenn.