Fjölmiðlar í Mið-Austurlöndum halda því fram að Mohamed Salah hafi mögulega á því að fara frá Liverpool í sumar.
Segir í fréttum að hann hafi látið aðila í Sádí Arabíu kanna áhugann á sér þér með möguleika á því að fara þangað áður en glugginn lokar.
Fjármunirnir sem leikmenn geta aflað í Sádí Arabíu eru slíkir að margir leikmenn heillast af því.
Neymar, Karim Benzema og fleiri stór nöfn hafa farið til Sádí í sumar en Cristiano Ronaldo opnaði dyrnar í upphafi árs með því að fara þangað.
Ljóst er að fjöldi félaga í Sádí Arabíu hefði áhuga á því að fá Salah en það verður að teljast ólíklegt að Liverpool selji hann.
Salah lagði upp mark í leik gegn Chelsea um helgina en var svo tekinn af velli og var lítið hrifin af þeirri ákvörðun Jurgen Klopp.
🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Mo Salah has reportedly authorised Saudi Arabian representatives to open negotiations with Liverpool over a potential transfer THIS summer. 🇪🇬🇸🇦🤯
(Source: @alkasschannel) pic.twitter.com/puV81UrpsY
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2023