Þrátt fyrir að stuðningsmenn Juventus vilji ekki sjá það að Romelu Lukaku verði keyptur til félagsins þá ætla forráðamenn félagsins að reyna að klára kaupin.
Hafa stuðningsmenn Juventus látið vita á æfingasvæðinu og á leikjum að þeir vilji ekki Lukaku eftir að hann sakaði þá um rasisma á síðustu leiktíð, þegar hann var í láni hjá Inter.
Max Allegri þjálfari Juventus leggur gríðarlega áherslu á það að Juventus kaupi Lukaku frá Chelsea.
Inter ætlaði að reyna að kaupa Lukaku en þegar félagið komist af viðræðum við Juventus fór allt í bál og brand.
Chelsea vill losna við Lukaku af launaskrá og leita af lausnum til að finna fyrir hann nýtt félag en lið í Sádí Arabíu vilja einnig fá hann.
Lukaku er hins vegar spenntari fyrir Juventus en ítalska félagið þarf að byrja á því að losa leikmenn til að fá framherjann frá Belgíu.