fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Misstu besta leikmann sinn í Mosfellsbæinn og gátu ekkert í því gert – „Þetta er leiðinlegt og mikil óheppni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 07:49

Ivo Braz skoraði í fyrsta leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivo Braz gekk í raðir toppliðs Lengjudeildarinnar, Aftureldingar, í gær frá Ægi. Hann gat skrifað undir í Mosfellsbænum án þess að nýliðarnir gætu nokkuð í því gert.

Ivo er portúgalskur og hefur verið hvað besti leikmaður Ægis sumar, en liðið er límt við botn Lengjudeildarinnar. Hann er kominn með sjö mörk.

Málið var tekið fyrir í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is í gær og þar kom fram að þar sem Ægir gleymdi að skila samningi leikmannsins inn til KSÍ hafi Ivo getað gengið til liðs við Aftureldingar án þess að Ægismenn hefðu nokkuð um það að segja.

„Þetta er þekkt á Íslandi og mörg lið sem hafa lent í þessu í gegnum tíðina, sérstaklega með erlenda leikmenn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Hrafnkell vonar að Ægir fái eitthvað fyrir sinn snúð þó svo sé alls ekki víst.

„Þetta er leiðinlegt og mikil óheppni. Ég vona að þeir geti komist að samkomulagi við Aftureldingu um að fá eitthvað fyrir hann. Þeir sóttu hann hingað, eru búnir að vera með hann í húsnæði í allt sumar.

Þetta er högg fyrir þá. Þetta er leikmaður sem getur búið til eitthvað úr engu, tekur vítaspyrnur, getur sólað einn eða tvo og þetta kálar þeim alveg myndi ég segja,“ sagði Hrafnkell, en Ægir er með aðeins 8 stig og stefnir niður í 2. deildina.

Málið er einnig útskýrt í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Í gær

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
Hide picture